Verið velkomin Námskeiðin Önnur lönd

Samstarfsnefnd Alfa

Starfandi er samkirkjulegur hópur þjóðkirkju og fríkirkna um málefni Alfa á Íslandi. Þessi hópur hefur verið kallaður Samstarfsnefnd Alfa á Íslandi. Nefndin vinnur að útbreiðslu og framkvæmd námskeiðsins hér á landi og er málsvari og tengiliður við rétthafa námskeiðsins í Bretlandi; Holy Trinity Brompton kirkjuna í Lundúnum.

Fyrirspurnir varðandi Alfa-námskeiðin á Íslandi skal senda á Ragnar Gunnarsson, á netfangið ragnar (at) sik.is

Alpha in English

The Alpha Course is an introduction to the Christian faith; an international course held in over 150 countries worldwide.

During the course several questions regarding the meaning of life and the Christian faith are explored.

Send an email to ragnar (at) sik.is for information on the next Alfa course in english or icelandic.

Hvað eru Alfa námskeið?

Alfa er lifandi og skemmtilegt 10 vikna námskeið um kristna trú. Námskeiðið hefur notið gríðarlegra vinsælda og náð útbreiðslu um heim allan. Alfa er haldið í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 þjóðlöndum.

Námskeiðið hefur vakið mikla athygli kirkjuleiðtoga, þjóðarleiðtoga og fjölmiðla enda hafa um 5 milljónir manna komist í kynni við kristna trú í gegnum námskeiðið.

Alfa námskeið hafa verið haldin á Íslandi í tvo áratugi. Hafðu samband við einhvern þeirra aðila sem halda Alfa námskeið.

Næstu Alfa-námskeið

Kynningarfundur: Námskeið hefst:
.
Salt, kristið samfélag - Alfa 1 mán. 30. mars, kl.19 mán. 6. apr., kl.19
. SÍK, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð
. Kynningarkvöldið verður hins vegar
. í Grensáskirkju.
. 700 kr. fyrir súpu og brauð í hvert
. skipti en námskeiðið er frítt.
. Skráning á salt@saltks.is
 
 

Nýjustu tölur um Alfa á heimsvísu (maí 2015)

Við lok árs 2014 er áætlað að um 27 milljónir manna í 169 þjóðlöndum hafi setið Alfa námskeiðið.  Um 2,5 milljónir manna sóttu námskeiðið á heimsvísu árið 2014.  Það hefur verið haldið á 112 mismunandi tungumálum og í yfir 100 kirkjudeildum, þar á meðal kaþólsku kirkjunni. 

Ný framsetning hjá HTB

Móðurkirkja Alfa-námskeiðsins í London, Holy Trinity Brompton, hefur heldur betur frískað upp á útlit vefsíðunnar sem kynnir námskeiðið.  Kíkið inn á http://uk.alpha.org/ og sjáið skemmtilega myndskreytta framsetningu.

Ekkert lát á vinsældum Alfa

Áætlað er að við lok árs 2009 hafi 13 milljónir manna í 163 löndum setið Alfa námskeið.  Það er því fyrir löngu búið að skipa sér sess sem vinsælasta kristna grunnfræðslunámskeið í heiminum. 

Nánast allar kristnar kirkjudeildir hafa tekið námskeiðið upp á arma sína, s.s. lútherska kirkjan, enska biskupakirkjan, baptistar, meþódistar, hvítasunnumenn, kaþólikkar og réttrúnaðarkirkjan, sem og félagasamtök af ýmsu tagi. 

Joyce Meyer um Alfa?

Margir erlendir kirkjuleiðtogar hafa tjáð sig um Alfa námskeiðið. Nú nýlega lét bandaríski predíkarinn Joyce Meyer, frá sér eftirfarandi umsögn um námskeiðið:

Námskeið fyrir Alfa-liða, lau. 19. september 2009

Undirbúningsnámskeið fyrir Alfa-liða verður haldið laugardaginn 19. sept. kl.10-14 í Digraneskirkju í Kópavogi. Efnið sem tekið verður fyrir er þjónusta og hópastarf á Alfa. Farið verður yfir grundvallaratriðin sem snerta störf Alfaliða. Einnig verður fyrirspurnatími.

Um 90 manns á Alfaráðstefnu

Það var góð stemning á Alfaráðstefnunni í Grensáskirkju. Formaður Prestafélags Íslands, staðarpresturinn, séra Ólafur Jóhannsson, hóf ráðstefnuna með kröftugu ávarpi. Hann sagði frá því þegar hann heimsótti kirkjuna í Holy Trinity Bromton í London í fyrsta sinn og þeim áhrifum sem sú heimsókn hafði á hann.

Ráðstefna um Alfanámskeið, laugardaginn 22. nóv. 2008 kl.10-17.30

Ráðstefna um Alfa námskeið verður haldin í Grensáskirkju laugardaginn 22. nóv. kl. 10-17.30. Hún er ætluð þeim sem eru að undirbúa Alfanámskeið og þeim sem hafa nú þegar haldið nokkur námskeið. Markmið ráðstefnunnar er að kynna Alfa, veita fræðslu og hagnýt ráð, en einnig að hvetja og styrkja þær kirkjur og félög sem hafa staðið fyrir námskeiðum hingað til. Kennt verður á tveimur brautum. 

Fyrirkomulag á námskeiðahaldi

 

Alfa námskeiðin eru að öllu jöfnu haldin á vormisseri (hefjast í janúar) og á haustmisseri (hefjast í september).  Ef þín kirkja er ekki í listanum, fremst á þessari vefsíðu, þá hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu kirkjunnar og spyrjast fyrir um hvort fyrirhugað sé að halda Alfa.

Hjónanámskeið

Hjónanámskeið, stundum nefnd Hjóna-Alfa, eru haldin í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og hefur Hafliði Kristinsson stýrt þeim ásamt eiginkonu sinni. Um er að ræða sjö samverustundir, einu sinni í viku og er öllum hjónum velkomið að taka þátt.  Nánari upplýsingar um Hjóna-Alfa er að finna hér.